Hættulega góður Próteinbar

Hráefni:
2/3 dl möndlur
5 döðlur
2 msk þurkuð trönuber
2-3 msk kókosflögur
4-5 lúkur tröllahafrar
½ dl mulið haframjöl
1 tsk Kanill
1 tappi Vanilludropar
10-15 dropar Caramellu stevia frá Now
2 msk kókosolía
1 tsk hnetusmjör- gróft, ég nota frá Sollu
2 góðar tsk sukrin gold
½ tsk Maldon salt
30 gr cookies and cream prótein frá Trec
2/3 dl heitt vatn

Aðferð
Skál 1 – fara saxaðar möndlur, döðlur, trönuber, tröllahafrarnir, muldar kókosflögur, mulið haframjöl og kanilinn og því blandað vandlega saman
Skál 2 – 2 msk af kókosolíu er sett inn í örbylgju þangað til það er næstum bráðnað þá er bætt við 1 tsk hnetusmjöri og sett í ca. 20 sek í viðbót inn í örbylgju. Skálin tekin út og sukrin gold bætt við og þessu er blandað vandlega saman, því næst er próteininu bætt út í, verður þetta vel þykkt eftir að próteinið er komið, vatni er síðan blandað hægt og rólega saman við en mikilvægt er að vatnið sé heitt, þegar blandan er orðin temmilega þunn, þá er maldon salti, stevíu og vanilludropum bætt við og þessu blandað saman og helt síðan yfir í skál eitt og öllu saman blandað vandlega saman. Ef blandan er of blaut þá er best að bæta tröllahörfrum við þangað til hún er orðin hæfilega ,,þurr‘‘ mikilvægt er þó að hún sé aðeins klístruð. Næst er tekið mót og blöndunni þrýst ofaní mótið og kælt inn í frysti í um 1 klst og þá er þetta tekið út skorið í hæfilega bita. Best er að setja bökunarpappír í box og raða bitunum þar og geyma þetta í frysti og eiga til þegar manni langar í.