Mjúk og blaut Súkkulaðikaka

Mulið haframjöl – 40 g (magn eftir þörfum)
30 g súkkulaði prótein – ég nota creamy cocktail frá trec – cherry chocolate 
2-3 tsk hreint ósætt kakó
10 dropar stevía – caramellu eða vanillu frá Now
Vatn

Blandað saman í skál með köldu vatni þangað til blandan er orðin af hæfilega þykku deigi, best er að blanda vatninu saman við blönduna hægt og rólega. Skella henni síðan í örbylgjuna í 1 – 1:30 mín. 

Þessi er einfaldlega aðeins of góð og fæ mér hana oft í morgunmat eða fyrir lyftingaræfingu. Ekki skemmir fyrir að skella smá hnetusmjöri eða kókosfögum og berjum eftir að kakan er tilbúin.

Mmmmmmm. Enjoy

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.