Sunnudagskakan

1 stappaður banani
1 egg + 2 eggjahvítur
1-2 tsk kanill
1 tsk vanilludropar
15-20 dropar stevia( vanillu eða caramellubragð) eða 2-3 msk sukrin gold
1 msk kókosolía
1 dl gróft kókosmjöl
1 msk hnetusmjör
Haframjöl sett í lokinn 3-5 dl, þangað til degið er orðið vel þykkt

Súkkulaði
3 msk kókosolía
2-3 msk hreint kakó
1 tappi vanilludropar

Aðferð
Banani, eggjum, kanill, vanillu og steviu blandað vel saman í hrærivél þar næst er öllu nema haframjölinu skellt útí og hrært vel saman að lokinn er degið þykkt með haframjölinu. Deginu komið fyrir i brauðform bakað við 170 gráður í 20-30 mín, þangað til kakan er orðin gulbrún og þétt í sér

Kaka sem tekur enga stund að skella í og góð og holl með sunnudagskaffinu 

This entry was posted in Óflokkað. Bookmark the permalink.