Vanillusamlokan

Próteinsamlokuuppskrift: 

15gr vanilluprótein frá trec
1 dl eggjahvítur
1 góð tsk af hörfræmjöli
1 tappi vanilludropar
Stevía 5-10 dropar, vanillu eða kókos bragð

Önnur hráefni
Kanill 1-2 tsk
Skyr 1 msk
1/3 epli
1/2-1 tsk sukrin gold

Hráefni samlokunnar öllu blandað saman í skál og svo skellt á pönnu með pam og steikt. Þegar ,,samlokan“ er tilbúin er kanill stráð yfir, 1 msk af skyri er smurt á helminginn og þunnum sneiðum af epli raðað á yfir skyrið, í lokinn skemmir alls ekkert að strá eins og 1/2-1 tsk sukrin gold. Brotið saman í halfmána og því næst skorið til helminga.

Svo er bara að borða og njóta