Vanillupönnsa vol. 2

Vanillupönnsa vol. 2
20 gr hafrar – mulið
20 gr vanillu sky trec prótein
70 ml eggjahvítur
1/2 tsk vínsteinslyftidyft
1 skeið husk – valfrjálst
1 góð msk banana skyr.is
Kokosstevía 8-10 dropar
1 tsk vanilludropar
Smá salt
1/2 dl frosin ber

Byrja á því að blanda þurrefnum saman, næst er eggjahvítunum bætt við og hrært vel saman og svo skyrið og droparnir. Þegar þetta hefur blandast vel saman skellir maður berjunum út í degið hrærir smá og skellir þessu síðan á pönnu. Mæli með að spreyja smá pam fyrst.

Þessi pönnukaka var síðan toppuð með 1 msk af berjaskyrinu frá skyr.is, 1 tsk af hnetusmjöri og nokkur frosin ber.

hættulega góð þessi