Súkkulaðiöbbakaka

1 skeið súkkulaði casein prótein
1 msk kakó – hreint
1/2 tsk vínsteinslyftiduft
1/2 tsk husk – valfrjálst
3-5 msk eggjahvítur – þangað til þetta fer að líta út eins og þykkur búðingur

Öllu saman hrært saman í bolla eða lítilli skál og skellt í örbylgjuna í 30-60 sek – fer að lyfta sér

Tekið út, toppað með t.d smá skyri, berjum og ekki skemmir að skella smá walden farms sýrópi yfir þetta allt saman

Fljótleg súkkulaðikaka sem hægt er að borða á hverjum degi án samviskubits