1 egg
1 msk kókosolía
1 tsk hnetusmjör
1 msk flaxseed meal – hörfræmjöl
1 msk kókoshveiti
1 dl mulið haframjöl
30 gr cookies and cream prótein
3 ½ dl tröllahafrar
1 tsk mulið maldon salt
1 tsk vinsteinslyftiduft
10 pekan hnetur + nokkrar til skrauts
Stevia 20 dropar
1 tappi vailludropar
Aðferð:
Byrjað er á því að stappa bananan, honum er komið fyrir í hrærivélaskál og egginu skellt með og þessu blandað vandlega saman. Á meðan er 1 msk kaldpressuð kókosolíu og 1 tsk hnetsmjöri komið fyrir í lítilli skál og skellt í örbylgjuna í 40-60 sek og brætt saman, passa þarf að hræra í þessu svo blandan verði kekklaus og er henni síðan skellt út í með egginu og banananum og hrært saman, næsta skref er að blanda restinni samann við og blanda þessu vandlega saman. Koma þessu síðan fyrir á bökunarplötu sem er þakin bökunarpappír – gott er að nota matskeið til þess að kökurnar séu allar svipaðar í stærð, áður en þær fóru inn í ofn fengu þær alla 1 pecan hnetu á toppinn til skreytingar. Bakað síðan í 15-20 mín á 175°C